A A A

Ađalbókari óskast til starfa hjá Heilbrigđisstofnun Vestfjarđa

10.02 2017

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVest) auglýsir lausa stöðu aðalbókara við stofnunina. Um er að ræða starf sérfræðings til að sinna bókhaldi stofnunarinnar og tengdum verkefnum. Aðalskrifstofa HVest er staðsett á starfsstöð stofnunarinnar á Ísafirði. Starfið hentar drífandi og jákvæðum einstaklingi með góða samskiptahæfni og getu til að miðla þekkingu sinni. Í boði er áhugavert og krefjandi starf á skemmtilegum vinnustað.


Starfssvið:

• Umsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi

• Færsla fjárhagsbókhalds

• Móttaka og skráning reikninga

• Afstemmingar

• Greiningarvinna og úrvinnsla gagna

• Aðstoð við gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana

• Vinnsla fjármálaupplýsinga

• Önnur tilfallandi verkefni


Menntunar- og hæfniskröfur:

• Háskólapróf á sviði viðskipta eða rekstrar

• Reynsla og góð þekking á bókhaldi er skilyrði

• Góð almenn tölvufærni og góð þekking á Excel

• Þekking og reynsla af Orra bókhaldskerfi er kostur

• Greiningarhæfni • Þekking og reynsla af áætlanagerð er kostur

• Góð samskiptahæfni, þjónustulund

• Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum

• Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun


Starfið heyrir undir fjármálasvið stofnunarinnar og er fjármálastjóri næsti yfirmaður. Starfshlutfall; 80-100% eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör fara samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigrún C. Halldórsdóttir, fjármálastjóri, netf. camilla@hvest.is, s. 4504500, eða Kristín B. Albertsdóttir, forstjóri, netf.; kba@hvest.is, s: 4504500 .
Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið; kba@hvest.is, eða skriflega til forstjóra HVest, Torfnesi, 400 Ísafirði.

 

 

Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2017.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Vefumsjón