A A A

FJÁRMÁLASTJÓRI

20.07 2017

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVest) auglýsir til umsóknar stöðu fjármálastjóra frá 1. september nk. eða eftir samkomulagi.  

Um er að ræða 80 - 100% stöðugildi. Fjármálastjóri ber ábyrgð á fjármálum stofnunarinnar gagnvart forstjóra og framkvæmdastjórn og er yfirmaður bókhalds- og launaskrifstofu. Ráðið verður í stöðuna til fimm ára í senn. Næsti yfirmaður er forstjóri.

 

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

 • Hefur umsjón með fjármálum stofnunar og daglegum rekstri
 • Annast og ber ábyrgð á gerð fjárhags- og rekstraráætlana
 • Ber ábyrgð á og hefur eftirlit með launavinnslu og bókhaldi
 • Annast tölfræðiúrvinnslu og hefur eftirlit með rekstri deilda
 • Sinnir innra eftirliti, rýni og greiningarvinnu
 • Er tengiliður stofnunar við viðskiptaaðila og stofnanir
 • Getur gengið í störf undirmanna ef þörf krefur
 • Seta í samstarfsnefnd stofnunar við gerð stofnanasamninga

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði fjármála, viðskiptafræði eða sambærileg menntun
 • Þekking og/eða reynsla í gerð fjárhags- og rekstraráætlana
 • Þekking á bókhaldi og launavinnslu
 • Hæfni í tölfræði og úrvinnslu gagna
 • Reynsla af fjársýslukerfinu ORRA (Oracle) er æskileg
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Vilji og áhugi til að taka þátt í þróun og uppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
 • Frumkvæði, heiðarleiki og nákvæmni eru mikilvægir kostir

 

Starfsstöð aðalskrifstofu HVest er á Ísafirði.Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín B. Albertsdóttir, forstjóri HVest, netf.; kba@hvest.is, s: 4504500 eða 8668696. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið; kba@hvest.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst 2017. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.  

 

Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa u.þ.b. 250 manns, en stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum, heilsugæslu- hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilbrigðisumdæmið nær yfir sveitarfélögin, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Vefumsjón