A A A

HJÚKRUNARFRĆĐINGAR Á PATREKSFJÖRĐ

17.05 2018

Heilbrigðissstofnun Vestfjarða (HVEST) á Patreksfirði bráðvantar hjúkrunarfræðinga til starfa nú þegar, eða eftir samkomulagi. Um er að ræða 2 fastar stöður 80-100%:

Deildarstjóri yfir legudeild  80-100% staða.

Hjúkrunarfræðing í 40% starf við skólahjúkrun (3 skólar) og 60% starf við heimahjúkrun.

 

Á HVESTá Patreksfirði fer fram mjög fjölbreytt þjónusta. Hjúkrunarfræðingar hafa sinnt jafnt legudeild, heilsugæslu, blóðtökum og að hluta vinnslu blóðs, mæðra- og ungbarnaeftirliti. Mikil reynsla og spennandi er því í boði fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem hingað vilja koma.

Húsnæðishlunnindi eru góð, stórt einbýlishús í góðu standi er til staðar og er það leigulaust fyrsta árið fyrir utan rafmagns- og hitakostnað.

 

Menntunarkröfur eru íslenskt hjúkrunarleyfi.

Umsækjandi þarf að hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og geta sýnt frumkvæði í starfi.

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2018. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Laun eru skv. gildandi kjarasamningum fjármálaráðherra og FÍH og stofnanasamningi HVEST og FÍH.

Nánari upplýsingar veitir Anna Árdís Helgadóttir, hjúkrunarstjóri, í s: 849 0530 og á anna@hvest.is.

 

Vinsamlegast sendið umsóknir í pósti eða tölvupósti til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, b.t. hjúkrunarstjóra, Stekkum 1, 450 Patreksfirði.

 

Á Patreksfirði er gott að búa, bærinn er í uppsveiflu og ungt fólk sækir í auknum mæli að búa á svæðinu. Náttúran er stórkostleg , stutt er í alla þjónustu, aukin frítími sem fólk fær vegna nálægðar við vinnu og tómstundir og fjölbreytt og gott mannlíf.

 

Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Vefumsjón