A A A

Mannauđsstjóri óskast til starfa hjá Heilbriđgisstofnun Vestfjarđa

24.11 2017

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVest) óskar eftir að ráða  mannauðsstjóra til starfa frá 1. janúar 2018 eða eftir samkomulagi. Við leitum að öflugum og jákvæðum einstaklingi sem tekur þátt í að móta starfið, en um nýtt starf er að ræða. Hér er spennandi tækifæri fyrir áhugasaman aðila til að taka þátt í mótun starfsmannastefnu og vinna að bættu starfsmannahaldi innan stofnunarinnar. Starfshlutfall er 80 -100%. Ráðið verður í stöðuna til fimm ára í senn og heyrir staðan undir forstjóra.

 

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

o    Hefur umsjón með starfsmannahaldi stofnunarinnar

o    Annast auglýsingar um laus störf og kemur að ráðningarviðtölum og ráðningum nýrra starfsmanna í samráði við viðkomandi deildarstjóra

o    Annast og hefur umsjón með starfsmannasamtölum og frammistöðumati

o    Kemur að mótun starfsmannastefnu og gerð mönnunaráætlunar

o    Ber ábyrgð á og hefur umsjón með gerð starfslýsinga

o    Hefur umsjón með fræðslumálum innan stofnunar, s.s. starfsþjálfun nýliða, námskeiðahaldi, endurmenntun og námsleyfum

o    Vinnur að hagræðingu í starfsmannahaldi með hámarksnýtingu mannafla að leiðarljósi

o    Situr í samstarfsnefnd stofnunar við gerð stofnanasamninga

o    Stuðlar að góðum samskiptum og góðum starfsanda á vinnustað

o    Er vel upplýstur um gerða kjarasamninga og launasetningar

o    Þekkir vel til starfsmannalaga og vinnuréttar

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

o    Háskólamenntun á sviði mannauðsmála eða önnur háskólamenntun sem nýstist í starfi

o    Starfsreynsla á sviði mannauðsstjórnunar nauðsynleg

o    Þekking og reynsla af kjarasamningum

o    Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg

o    Reynsla af mannauðskerfi ORRA (Oracle) er æskileg

o    Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

o    Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

o    Góð skipulagshæfni og öguð vinnubrögð

o    Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og teymisvinnu

o    Vilji og áhugi til að taka þátt í þróun og eflingu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

o    Heiðarleiki, samviskusemi og nákvæmni eru mikilvægir kostir

 

Starfsstöð mannauðsstjóra er á aðalskrifstofu HVest sem staðsett er á Ísafirði.Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til og með 12. desember 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín B. Albertsdóttir, forstjóri HVest, netf.; kba@hvest.is, s: 4504500 eða 8668696. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið; kba@hvest.is

Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa u.þ.b. 250 manns, en stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum, heilsugæslu- hjúkrunar- og sjúkrasviði og nær heilbrigðisumdæmið yfir sveitarfélögin, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Vefumsjón