A A A

Sálfrćđingur - Ísafirđi

12.06 2019

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir til umsóknar stöðu sálfræðings. Um er að ræða stöðu í 75-100% starfshlutfalli.  Aðalstarfsstöðin er á Heilsugæslunni Ísafirði, en gert er ráð fyrir að sálfræðingur veiti einnig þjónustu 2-3 daga í mánuði á Heilsugæslunni á Patreksfirði. Samhliða er boðið er upp á aðstöðu fyrir sálfræðing til þess að sinna sjálfstæðri klínískri móttöku. Næsti yfirmaður er yfirlæknir heilsugæslu við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

 

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

 • Sálfræðingur  starfar í náinni samvinnu við lækna og hjúkrunarfræðinga heilsugæslunnar, sem og við skóla og félagsþjónustu á svæðinu.  Mikið samstarf er einnig við Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.
 • Í starfinu felst móttaka skjólstæðinga á heilsugæslustöðinni á Ísafirði og Patreksfirði.
 • Unnið er að innleiðingu fjarheilbrigðisþjónustu og verður sálfræðingur þátttakandi í því verkefni.
 • Þátttaka í uppbyggingu geðheilsuteymis
 • Í boði verður mánaðarleg handleiðsla.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Klínískt nám í sálfræði og starfsleyfi frá Embætti landlæknis
 • Þekking og reynsla á gagnreyndum aðferðum
 • Reynsla af greiningu og meðferð barna og fullorðinna með geðrænan vanda
 • Framúrskarandi samskiptahæfni
 • Jákvæðni og frumkvæði í starfi
 • Áhugi, geta og faglegur metnaður til að starfa bæði sjálfstætt og í teymi
 • Góð almenn tölvukunnáttu
 • Íslenskukunnátta er skilyrði
 • Áhugi á þróun og uppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi milli fjármálaráðherra og Sálfræðingafélagi Íslands og stofnanasamningi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2019 eða eftir samkomulagi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 8. júlí 2019.  

 

Umsóknum skal skilað rafrænt á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða www.hvest.is Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Súsanna Ástvaldsdóttir yfirlæknir heilsugæslu, á netfanginu susannaba@hvest.is  eða í síma 450 4500. 

 

Hér er hægt að sækja um starfið.

 

Umsókn getur gilt í 6 mánuði.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Vefumsjón