A A A

Sérnámsstađa í heimilislćkningum

9.01 2017

Viltu verða sérfræðingur í heimilislækningum og starfa á landsbyggðinni?

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST) Ísafirði, auglýsir til umsóknar sérnámsstöðu í heimilislækningum.

Námsstaðan veitist til 5 ára frá 1. mars 2017, eða eftir samkomulagi.

Kennslustjóri og mentor vinna að skipulagi námsins í samvinnu við nema. Námið fer fram á heilsugæslustöð, sjúkrahúsi og hjúkrunarheimili.

Helstu verkefni og ábyrgð:
 - Fjölbreytt starfsnám þar sem blandast saman heilsugæsla í þéttbýli og dreifbýli   með

   bráða- og  slysaþjónustu, vinna á sjúkradeild og hjúkrunardeildum.
 - Starfsnám undir virkri handleiðslu reyndra sérfræðinga og þátttaka í vaktþjónustu

    með sérfræðimenntuðum lækni á bakvakt.

 -  Einstaklingsmiðuð námsáætlun.
 -  Hópkennsla og námsferðir með öðrum sérnámslæknum.
 -  Þátttaka í vísindavinnu.
 -  Nám samhliða starfi.
 -  Þátttaka í teymisvinnu lækna og annars starfsfólks starfsstöðvarinnar og við

    þá sérfræðilækna sem koma reglulega á stöðvarnar.
 -  Góðir tekjumöguleikar.
 -  Íbúðarhúsnæði til staðar.

 

Hæfnikröfur:
-  Íslenskt lækningaleyfi.
-  Mjög góðir samskiptahæfileikar, fagmennska og jákvæðni.
-  Frumkvæði, faglegur metnaður og geta til að starfa sjálfstætt.


Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsóknum skal skila á eyðublöðum sem fást á vef Embættis Landlæknis; www. Landlaeknir.is, til framkvæmdastjóra lækninga hjá HVEST, á netfangið hallgrimur@hvest.is eða til HVest, framkvæmdastjóra lækninga, Torfnesi, 400 Ísafirði.

Umsókn skulu fylgja staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf, starfsleyfi og ef við á um rannsóknir og greinaskrif. Öllum umsóknum verður svarað.  

Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar.2017.

Nánari upplýsingar veitir:
Hallgrímur Kjartansson, framkv.stj. lækninga, s. 450-4500, netf. hallgrimur@hvest.is. www.hvest.is

Á Ísafirði og í nágrenni búa um 5000 manns. Helstu atvinnugreinar eru opinber þjónusta, sjávarútvegur, ferðaþjónusta og verslun. Góðir leik- og grunnskólar eru í bænum ásamt öflugum framhaldsskóla. Einstök náttúra einkennir svæðið, íþróttalíf er fjölbreytt og gróskumikið menningarstarf fer fram allt árið um kring,sérstaklega á sviði tónlistar.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Vefumsjón