A A A

Starf launafulltrúa

10.04 2017

Launafulltrúi óskast til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVest) auglýsir lausa stöðu launafulltrúa við stofnunina. 
Um er að ræða starf sérfræðings til að sinna launavinnslu á aðalskrifstofu stofnunarinnar sem staðsett er á Ísafirði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða samkvæmt samkomulagi.

Starfssvið:
• Umsjón, eftirlit og ábyrgð á launavinnslu
•  Afstemmingar
•  Greiningarvinna og úrvinnsla gagna
•  Situr í samstarfsnefnd stofnunar við gerð stofnanasamninga
•  Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:
•  Háskólapróf á sviði viðskipta eða rekstrar æskilegt
•  Reynsla og góð þekking á launavinnslu er skilyrði
•  Góð almenn tölvufærni og góð þekking á Excel
•  Þekking og reynsla af launakerfi Orra er kostur
•  Góð samskiptahæfni og þjónustulund
•  Þekking á kjarasamningum ríkisins er kostur 
•  Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
•  Viðkomandi þarf að vera talnaglöggur
•  Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun

Í boði er áhugavert og krefjandi starf á skemmtilegum vinnustað.
Starfið heyrir undir fjármálasvið stofnunarinnar og er fjármálastjóri næsti yfirmaður. Starfshlutfall; 80-100% eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör fara samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkisins við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bryndís Sigurðardóttir, fjármálastjóri, netf. bryndis@hvest.is, s. 450-4500, eða Kristín B. Albertsdóttir, forstjóri, netf.; kba@hvest.is, s: 450-4500 .
Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið; bryndis@hvest.isUmsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2017.

Á Ísafirði og í nágrenni búa um 5000 manns. Helstu atvinnugreinar eru opinber þjónusta, sjávarútvegur, ferðaþjónusta og verslun. Góðir leik- og grunnskólar eru í bænum ásamt öflugum framhaldsskóla. Einstök náttúra einkennir svæðið, íþróttalíf er fjölbreytt og gróskumikið menningarstarf fer fram allt árið um kring,sérstaklega á sviði tónlistar.

VIRÐING + SAMVINNA + TRAUST + JÁKVÆÐNI


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Vefumsjón