A A A

TvŠr st÷­ur lŠkna vi­ Heilbrig­isstofnun Vestfjar­a

9.01á2017

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVest) óskar eftir að ráða tvo lækna til starfa við heilsugæslu HVest á norðanverðum Vestfjörðum, með aðalstarfsstöð á Ísafirði. Um er að ræða tvær 100% stöður en hlutastarf kemur til greina.

Þjónustusvæði heilsugæslunnar á Ísafirði nær yfir norðanverða Vestfirði, þ.e. Bolungarvík, Súðavík, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri . Á Ísafirði er sjúkrahús sem sinnir almennri sjúkrahússþjónustu, s.s. almennri skurð- og lyflæknisþjónustu, auk fæðingarþjónustu.

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtileg störf í þéttbýli og dreifbýli með nánum tengslum við svæðissjúkrahús. Lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu lækna með öðru fagfólki, þ.á.m. hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og sjúkraþjálfurum.

 

            Helstu verkefni og ábyrgð:

Almennar lækningar Heilsuvernd Vaktþjónusta

Þátttaka í teymisvinnu

 

Hæfnikröfur:

Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði. Sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum eða annarri sérgrein er æskileg.

Hæfni í mannlegum samskiptum, áreiðanleiki, sveigjanleiki og jákvæðni. Frumkvæði, faglegur metnaður og geta til að starfa sjálfstætt. Íslenskukunnátta og almenn ökuréttindi áskilin.

 

Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem fást á vef Embættis landlæknis; www.landlaeknir.is, á netfangið; hallgrimur@hvest.is, eða til HVest, framkvæmdastjóra lækninga, Torfnesi, 400 Ísafirði.

 

Starfshlutfall: 100% eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2017.

 

Nánari upplýsingar veita:

Hallgrímur Kjartansson yfirlæknir/framkvæmdastjóri lækninga, netf. hallgrimur@hvest.is, s: 897 8340 /450 4500 og Kristín B. Albertsdóttir, forstjóri, netf. kba@hsa.is, s: 866 8696/450 4500.

 

 Á Ísafirði og í nágrenni búa um 5000 manns. Helstu atvinnugreinar eru opinber þjónusta, sjávarútvegur, ferðaþjónusta og verslun. Góðir leik- og grunnskólar eru í bænum ásamt öflugum framhaldsskóla. Einstök náttúra einkennir svæðið, íþróttalíf er fjölbreytt og gróskumikið menningarstarf fer fram allt árið um kring,sérstaklega á sviði tónlistar. 


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Vefumsjˇn