Önnur þjónusta innan eða fyrir stofnunina
Rekstur heilbrigðisstofnunar er margslunginn og mörgum þörfum þarf að
sinna í því litla samfélagi sem slík stofnun er. Ýmsir koma nálægt
starfseminni utan frá, t.d. prestar og sjúkraflutningamenn, sem ekki
eru beinlínis starfsmenn stofnunarinnar. Einnig þarf að slökkva
lestrarþorsta vistmanna, en bókasafnið á Ísafirði sér um þá þjónustu,
enda staðsett rétt við hlið HSÍ, í fyrrum sjúkrahúsi svæðisins eins og
lesa má í sögu spítalans.