A A A

Valmynd

Umhverfisdagur - plokk

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 24. maí 2018
Föstudaginn 25. maí er Umhverfisdagur Grunnskólans á Hólmavík.
Af því tilefni ætlum við að plokka og flokka.

Klukkan 8:30 er mæting við Grunnskólann þar sem skipaðir eru hópstjórar og skipt í hópa eftir hverfum.
Klukkan 10:00 er nestistími á hverju svæði fyrir sig sem hópstjóri skipuleggur og stjórnar.
Klukkan 12:00 og 12:40 er pizzuveisla fyrir plokkara á Café Riis í boði Strandabyggðar (hópnum er skipt).
Klukkan 13:00 verður sundpartý í sundlauginni og þar verður frítt í sund fyrir þá sem plokka.
Það rusl sem við finnum verður flutt á Hafnarvogina þar sem það verður flokkað og vigtað. Þetta er ekki keppni milli hópa heldur keppumst við öll við að standa okkur sem allra best. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar aðstoða við flutning á rusli.

Öllum er velkomið að taka þátt með okkur og leggja hönd á plóginn. Hægt er að bætast í hvaða hóp sem er eða taka daginn snemma með okkur í skólanum.
Samstarfsaðilar á þessum degi eru þjónustumiðstöð, íþróttamiðstöð, frístundamiðstöð og leikskólinn Lækjarbrekka.
Umhverfisdagurinn er nú í miðri útikennslu- og hreyfiviku þar sem unnið er með hefðbundin og óhefðbundin verkefni úti í náttúrunni og hreyfing er alls ráðandi. Umhverfisnefnd Grunnskólans sér um skipulagningu dagsins en nefndina skipa sjö fulltrúar nemenda auk fulltrúa starfsmanna, kennara, foreldra og skólastjóra. 

Vortónleikar

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 21. maí 2018
Vortónleikar Tónskólans verða í Hólmavíkurkirkju þriðjudaginn 22. maí klukkan 19:30. Þar koma fram nemendur skólans og syngja og leika. Stjórnendur eru Vera Ósk Steinssen og Argyrios Perdikaris. Allir velkomnir.

Framtíðarsýn Grunnskólans á Hólmavík

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 01. maí 2018

Allir aðilar skólasamfélagsins vinna að mótun framtíðarsýnar og stefnu Grunnskólans á Hólmavík.
Foreldrar nemenda í skólanum fá gott tækifæri til að hafa áhrif og taka þátt.

Fimmtudaginn 3. maí klukkan 16:30 verður fundur í setustofu skólans.

Dagskrá fundarins:

1) Sýn og stefna grunnskóla.

2) Framtíðarsýn og 10 ára sýn.

Fundarstjóri er Kristrún Lind Birgisdóttir


Foreldrar eru hvattir til að mæta og hafa áhrif á framtíðarsýn og stefnu.

 

Stóra upplestrarkeppnin

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 20. mars 2018

Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 22. mars, klukkan 17:00.

Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn bjóða þér á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar.

Á hátíðinni munu nemendur frá Reykhólaskóla og Grunnskólanum á Hólmavík lesa ljóð og brot úr skáldverki. Dómnefnd mun velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Fram koma einnig sigurvegari upplestrarkeppninnar frá því í fyrra og fulltrúar Tónlistarskólans á Hólmavík.

Allir velkomnir!

Stuðningsfulltrúi 100% starf

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 29. janúar 2018
Grunnskólinn á Hólmavík og Tómstundafulltrúi Strandabyggðar auglýsa saman eftir stuðningsfulltrúa í 100% starf. Sjá nánar undir Laus störf.

Stuðningsfulltrúi

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 24. janúar 2018
Grunnskólinn á Hólmavík auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í afleysingar. Sjáið nánar undir Laus störf í Strandabyggð.

Lýðheilsudagur - Íþróttahátíð grunnskólans

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 10. janúar 2018
Umhverfisnefnd Grunnskólans á Hólmavík og Íþróttamiðstöðin á Hólmavík halda sameiginlega lýðheilsudag og íþróttahátíð 17. janúar 2018.
Dagskráin hefst í Félagsheimilinu á Hólmavík klukkan 17:00 þar verða stuttir fyrirlestrar: Esther Ösp Valdimardóttir, Jón Eðvald Halldórsson, Birna Karen Bjarkadóttir og aðalfyrirlesari Sigurjón Ernir Sturluson íþróttafræðingur.
Vörukynningar úr heimabyggð verða í gangi og tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Strandabyggðar 2018.
Íþróttahátíð grunnskólanema hefst í Íþróttamiðstöðinni að lokinni dagskrá í Félagsheimili. 

Viðburðir í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 12. desember 2017
Tónleikar Tónlistarskólans á Hólmavík verða fimmtudaginn 14. desember klukkan 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Allir eru velkomnir á tónleikana.

Leikritið Jóladagatalið verður sýnt föstudaginn 15. desember klukkan 17:00 í Félagsheimilinu, önnur sýning mánudaginn 18. desember klukkan 18:00. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna. Leikstjóri er Ingibjörg Emilsdóttir.

Litlu jól Grunnskólans verða þriðjudaginn 19. desember klukkan 13:00 - 15:00 í Félagsheimilinu. Þar leika nemendur og syngja eins og þeim einum er lagið. Gengið verður í kringum jólatréð og jólasveinarnir mæta. Allir velkomnir.

Stofujól í Grunnskólanum verða miðvikudaginn 20. desember. Nemendur mæta þá klukkan 11:00 og eiga rólega stund með umsjónarkennara og bekknum. Stofujólum lýkur klukkan 12:00 og þá fara allir heim. Að stofujólum loknum hefst jólafrí nemenda við Grunnskólann á Hólmavík. Kennsla hefst aftur 3. janúar 2018 samkvæmt stundaskrá. 

Skólaakstur fellur niður

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 21. nóvember 2017
Skólaakstur fellur niður í dag þriðjudag 21. nóvember vegna veðurs og ófærðar.

Foreldrar eru minntir á að meta sjálfir aðstæður þegar veður eða veðurútlit er vont eða líkur á ófærð. Þeir sem vilja halda börnum sínum heima, sé skóla ekki aflýst formlega, er velkomið að gera það. Í þeim tilfellum er mikilvægt að tilkynnt sé um fjarveru nemandans til skólans svo ekki leiki vafi á því hvort hann sé úti í óveðrinu eða ekki.

Fræðsla gegn einelti og neikvæðum samskiptum

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 05. september 2017
Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands er væntanleg til Hólmavíkur. Sérsvið hennar er einelti, tómstunda- og leiðtogafræði. Hún hittir alla nemendur grunnskólans, alla foreldra og allt starfsfólk grunnskóla, tómstunda og íþróttastarfs. Vanda fjallar um einelti og neikvæð samskipti 

Þann 6. september, klukkan 17:00 - 18:30 verður fræðsla fyrir foreldra í Hnyðju, neðstu hæð Þróunarseturs. 
Það er afar mikilvægt að allir fái fræðslu um málefnið og verkfæri sem tiltæk eru í baráttunni gegn einelti.
Mætum öll.
Eldri færslur

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Nóvember 2025 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Næstu atburðir