A A A

Valmynd

Árshátíđ Grunn- og Tónskólans

| 28. mars 2011
100 ára skólahald á Hólmavík - árshátíđ Grunn- og Tónskólans á Hólmavík. Myndir JG, strandabyggd.is
100 ára skólahald á Hólmavík - árshátíđ Grunn- og Tónskólans á Hólmavík. Myndir JG, strandabyggd.is
Árshátíð Grunn- og Tónskólans á Hólmavík var haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík á föstudagskvöld. Nemendur og starfsfólk skólans höfðu varið vikunni í að undirbúa og setja upp glæsilega leiksýningu þar sem rakin var 100 ára saga skólahalds á Hólmavík. Arnar S. Jónsson samdi leikritið, um leikstjórn sá Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir og Stefán Steinar Jónsson sá um tónlistarstjórn. Nemendur og starfsfólk Grunnskólans léku og sungu og allir komu að sýningunni á einhvern hátt. Að sýningu lokinni var haldinn fjölskyldudansleikur í Félagheimilinu. Öll erum við sammála um að árshátíðin hafi verið sérlega vel heppnuð og gaman var að sjá alla gestina í salnum. Í vor stendur svo til að fagna 100 ára afmælinu enn frekar og bjóða til afmælisveislu. Myndir frá árshátíðarundirbúningnum má sjá hér og von bráðar koma inn myndir frá árshátíðinni sjálfri og síðar er stefnt að því að gefa út leikritið á DVD. Á vefnum Strandir.is má sjá frétt og myndir frá árshátíðinni. Grunn- og Tónskólinn þakkar öllum nemendum sínum og foreldrum þeirra, starfsfólki og öðrum sem lögðu árshátíðinni lið hjartanlega fyrir að gera kvöldið að veruleika.

Um borđ í skólaskipiđ Dröfn

| 23. mars 2011
Í gær fóru nemendur 8., 9. og 10. bekkjar ásamt Láru Guðrúnu umsjónarkennaranum sínum um borð í skólaskipið Dröfn þar sem Gunnar Jóhannsson skipstjóri frá Hólmavík tók á móti þeim. Nemendur lærðu um öryggismál, sjómennsku, trollveiðar og fengu að spreyta sig á að slægja aflann. Einhverjir tóku aflann stoltir með sér heim í soðið og fjölskyldur þeirra nutu góðs af. Fréttaritari strandir.is, Jón Jónsson, náði mynd af mannskapnum þegar haldið var á vit ævintýranna frá Hólmavíkurhöfn, þær myndir má sjá á www.strandir.is einnig tók Lára Guðrún frábærar myndir um borð sem sjá má hér.

Árshátíđ Grunn- og Tónskólans

| 23. mars 2011

Árshátíð Grunn- og Tónskólans á Hólmavík er haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík, föstudaginn 25. mars kl. 19:30.

Flutt verður leikritið Skólahald í hundrað ár eftir Arnar S. Jónsson þar sem allir bekkir skólans koma fram ásamt hljómsveit hússins. Að því loknu verður fjölskyldudansleikur til kl. 21:30. Nemendasjoppan opin. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir fullorðna frítt inn fyrir grunnskólanemendur. Allir hjartanlega velkomnir!

Nám ađ loknum grunnskóla

| 21. mars 2011

Á þriðjudagskvöldið bjóða skólastjórnendur nemendum 10. bekkjar, foreldrum og forráðamönnum þeirra á kynningu um fyrirkomulag við innritun í framhaldsskólana. Þar fá nemendur bréf frá ráðuneytinu með veflykli og leiðbeiningum og farið verður yfir helstu dagsetningar sem vert er að muna og vefsíðuna www.menntagatt.is

Við verðum í 7. bekkjar stofunni kl. 20:00, heitt á könnunni - allir hjartanlega velkomnir.

8., 9. og 10. bekkur í stćrđfrćđikeppni á Akranesi

| 21. mars 2011

Á miðvikudaginn í síðustu viku héldu nokkrir nemendur unglingadeildarinnar ásamt Jóhönnu Ásu stærðfræðikennaranum sínum á árlega keppni þriggja efstu árganga grunnskóla í stærðfræði sem fór fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Mikill fjöldi nemenda úr ellefu skólum tók þátt í keppninni. Verkefnin sem lögð voru fyrir í keppninni komu frá hópi fólks sem tengist Flensborgarskóla í Hafnarfirði og að venju var sams konar keppni háð á sama tíma víðar um land. Úrslit í keppninni verða tilkynnt og viðurkenningar afhentar við athöfn á sal skólans laugardaginn 2. apríl. Norðurál á Grundartanga greiðir allan kostnað við keppnina og gefur verðlaun en að keppni lokinni bauð fjölbrautaskólinn öllum til veislu. Auk þess bauð Fjölbrautarskóli Vesturlands hópnum okkar á kynningu um skólann sem nýtist vel þegar hugað er að námi að loknum grunnskóla.

Danssýning og sparifatadagur á föstudaginn

| 16. mars 2011

Á föstudaginn er sparifatadagur í skólanum hjá okkur. Þá mega allir mæta í sínu fínasta pússi og njóta þess á skemmtilegum föstudegi.

 

Sama dag er danssýning í Félagsheimilinu kl. 16:00 þar sem allir hópar sem hafa tekið þátt í dansnámskeiði Jóns Péturs sýna og eru allir hjartanlega velkomnir á sýninguna.

 

Æfingar á föstudeginum fyrir sýninguna verða eins og hér segir:
Árgangur 2005, 1., 2., og 3. bekkur = 13:10-13:40
4., 5. og 6. bekkur = 13:50-14:30
7., 8., 9. og 10. bekkur = 14:30-15:10
DANSSÝNING, ALLIR HÓPAR KL: 16:00

Kćrkomnir gestir úr Árneshreppi

| 16. mars 2011
Mynd af vefsíđu strandakrakkanna. Júlíana, Ásta, Kári og Ţórey.
Mynd af vefsíđu strandakrakkanna. Júlíana, Ásta, Kári og Ţórey.
Nú eru fjórir hressir nemendur úr Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi í heimsókn hjá okkur ásamt kennurum sínum þeim Elísu, Rósu og Hrefnu. Það eru þau Þórey í 1. bekk, Kári í 4. bekk, Ásta Þorbjörg í 5. bekk og Júlíana Lind í 8. bekk sem taka þátt í skólastarfinu með okkur, dansnámskeiði, félagsmiðstöð og íþróttaæfingum Geislans þessa vikuna og dvelja í Steinhúsinu. Það er virkilega ánægjulegt að taka á móti þeim og kynnast þessum frábæru krökkum betur. Gaman er að lesa fréttir og skoða myndir frá Finnbogastaðaskóla á vefsíðunni http://strandakrakkar.blog.is/blog

Nú dönsum viđ!

| 11. mars 2011
Dansnámskeiðið Jóns Péturs verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík. Kennt verður í þremur hópum og eru um 60 nemendur búnir að skrá sig frá Hólmavík, Drangsnesi og Árneshreppi.

Hóparnir skipast svona:
Árgangur 2005 (skólahópur Lækjarbrekku), 1., 2. og 3. bekkur kl. 13:10-14:00.
4., 5. og 6. bekkur kl. 14:10-15:00.
7., 8., 9. og 10. bekkur kl. 15:10-16:00.

Verð er 4.000 kr. á nemanda (5 skipti) en 3.500 kr. fyrir systkini. Greitt er á staðnum.
Upplýsingar um dansskólann má finna hér www.dansskoli.is                       

GÓÐA SKEMMTUN!

Söngstundin okkar

| 11. mars 2011
Nú hefur verið ákveðið að söngstundin okkar sé á hverjum föstudegi kl. 11:20 í setustofunni, þar sem textunum sem nemendur hafa valið er varpað upp á vegg og allir syngja með. Það var rosa stuð hjá okkur í dag og þessa vikuna voru það nemendur og kennarar í 1. og 2. bekk sem völdu söngtexta fyrir vikurnar 7.-18. mars sem sjá má hér. Nemendur eru hvattir til þess að æfa lög og texta heima og með kennurum sínum í skólanum.

Nótan - Uppskeruhátíđ tónlistarskóla

| 11. mars 2011

Á morgun, laugardaginn 12. mars, halda skólastjórnendur ásamt Stefáni Steinari og Önnu Sólrúnu tónlistarkennurum og sex nemendum Tónskólans á Nótuna - uppskeruhátíð tónlistarskóla fyrir Vesturland, Vestfirði og V-Húnavatnssýslu í Stykkishólmskirkju. Hátíðin er nú haldin öðru sinni en í fyrra var svæðishátíðin haldin hér á Hólmavík. Uppskeruhátíðin er hugsuð sem ný vídd í starfsemi tónlistarskóla og er markmiðið að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt. Uppskeruhátíðin er þrískipt og skipulögð þannig að þátttakendur frá öllu landinu, á öllum aldri, búa til efnisdagskrá sem endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms. Það eru þau Gunnur Arndís, Tómas Andri, Ísak Leví, Sara, Dagrún og Stella Guðrún flytja tónlistaratriði frá Tónskólanum á Hólmavík.

 

Hér má sjá myndir og upptökur frá Nótunni 2010.


Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2025 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nćstu atburđir