A A A

Valmynd

Hvert stefnir Ísland? Menntamál

| 07. mars 2011

Okkur langar að vekja athygli á þættinum Hvert stefnir Ísland? Menntamál sem sýndur er í Ríkissjónvarpinu miðvikudagskvöldið kl. 22.15. Þetta er umræðuþáttaröð í umsjón Þórhalls Gunnarssonar, Páls Skúlasonar og Ævars Kjartanssonar. Í þessum þætti er fjallað um menntamál. Hver er framtíðarsýn Íslendinga í menntamálum? Hvaða stefnu viljum við taka til þess að efla leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla landsins. Hvernig styrkjum við skólastarfið og aukum fjölbreytni þess. Hvetjum alla áhugasama til að horfa á þáttinn.

Bolla - bolla!

| 06. mars 2011
Nú er að hefjast ein skemmtilegasta vika ársins, að mati margra, með tilheyrandi skemmtilegheitum á bolludegi, sprengidegi og öskudegi. Á bolludaginn er nemendum velkomið að taka með sér bollu í nesti. Á sprengidag verða líklega flestir með miklifenglegar átveislur með alskonar meðlæti og á öskudag, miðvikudaginn 9. mars, er starfsdagur hér við skólann og því frí hjá nemendum. Hið vinsæla öskudagsball verður að venju í félagsheimilinu og mun foreldrafélag grunnskólans halda utan um það og auglýsa. GÓÐA SKEMMTUN!

Í 2. sćti í Lífshlaupinu

| 04. mars 2011

Grunnskólinn á Hólmavík tók þátt í hvatningarleik Lífshlaups Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hófst 2. febrúar og stóð í 20 daga. Skólinn lenti hvorki meira né minna en í 2. sæti í sínum flokki en nemendur skráðu hreyfistig sín á vef Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is. Það var 7. bekkur hreyfði sig hlutfallslega mest af bekkjum skólans eða í 18.780 mínútur eða 939 mínútur á dag að meðaltali. Þar fast á eftir komu nemendur í 1. og 2. bekk. Á meðfylgjandi mynd má sjá prósentuskiptingu á hreyfingu nemenda skólans. Íþrótta- og Ólympíusambandið sendi okkur verðlaunaplatta til eignar og var það Laufey Heiða afmælisbarn dagsins sem tók á móti plattanum fyrir hönd 7. bekkjar sem fær að hafa hann inni í stofunni sinni fyrst um sinn. Við þökkum nemendum okkar innilega fyrir skemmtilega keppni og óskum þeim til hamingju með árangurinn.

 

 

 

8.- 10. bekkur á Samfés um helgina

| 04. mars 2011
Í dag halda nemendur í 8.-10. bekkur á Samféshátíðina í Reykjavík undir stjórn Arnars Jónssonar tómstundafulltrúa. Þau byrja á því að fara út að borða seinnipartinn en fara svo á ball í Laugardalshöllinni í kvöld. Á laugardag fara þau á söngvakeppni Samfés, í Laser-Tag í Kópavogi, Go-Kart í Garðabæ, bíóferð, diskókeilu í Öskjuhlíðinni og skauta í Egilshöll. Það verður án efa mikið fjör og rosalega gaman hjá þeim. Þau koma síðan heim um kvöldmatarleytið á sunnudaginn. GÓÐA SKEMMTUN KRAKKAR!

Náttfatadagur á föstudag

| 03. mars 2011
Á föstudaginn ætlum við að gera okkur glaðan dag með því að hafa náttfatadag, þá mega nemendur koma í náttfötum í skólann. Náttfatadagurinn er hluti af skemmtilegum föstudögum fram að páskafríi. SJÁUMST HRESS Í NÁTTFÖTUM!

Foreldrasamstarf - saman gerum viđ góđan skóla betri!

| 03. mars 2011
Stjórnarfundur var haldinn í foreldrafélagi Grunnskólans á Hólmavík 22. febrúar í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Þar var rætt um bolludaginn, öskudaginn, forvarnarstarf, starf bekkjarfulltrúa, jólaföndur og aðild að Heimili og skóla. Fundargerð frá fundinum má sjá hér.

Það er ánægjulegt að fylgjast með störfum stjórnarinnar og bekkjarfulltrúanna í vetur. Haldnir hafa verið fundir foreldra í ýmsum bekkjardeildum, spilasamverur, gönguferð, ferð í fjárhúsin og fleira skemmtilegt. Einnig hefur verið mikil ánægja með foreldrakaffi með skólastjórnendum sem verða endurtekin í bráð. Það hafa margir foreldrar komið með góðar, gagnlegar og uppbyggjandi ábendingar inn í starfið okkar og hefur það sýnt sig að samstarf við foreldra hefur áhrif á velgengni og vellíðan barna í skólanum. Aðild foreldra, jákvæð viðhorf þeirra og hvatning afar mikilvægur liður í skólastarfinu því saman gerum við góðan skóla betri.

Fréttir og myndir úr Reykjaskóla

| 23. febrúar 2011
Borist hafa fréttir frá nemendum 7. bekkjar sem taka nú þátt í glæsilegri dagskrá í skólabúðunum í Reykjaskóla. Þau hafa nú farið í ýmsa leiki, íþróttir og sund, fjöruferðir, fræðst um undraheim auranna og heimsótt Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, farið í nokkra vermannaleiki og þar stendur sem kunnugt er Hákarlaskipið Ófeigur og nýtur verðugrar athygli. Frjálsir tímar í Bjarnaborg eru vel nýttir í borðtennis, billjard, þythokkí, kaplakubba, spil, lestur, spjall eða bara hvíld.

Þau Almar, Andri, Benedikt, Branddís, Elísa, Eyrún, Guðfinnur, Gunnar, Ísak, Kristín, Laufey, Númi, Róbert, Sigfús, Símon, Sunneva, Tómas, Þórir, Steinar og Hrafnhildur senda bestu kveðjur til okkar allra og hafa sett inn myndir sem skoða má hér.

- VIÐ SENDUM ÞEIM OKKAR BESTU KVEÐJUR TIL BAKA, haldið áfram að hafa það frábært og takk fyrir myndirnar :o)

7. bekkur í Reykjaskóla

| 22. febrúar 2011
Í gær héldu nemendur 7. bekkjar af stað í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði ásamt Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur umsjónarkennara og Steinari Inga Gunnarssyni stuðningsfulltrúa. Það skein mikil gleði, spenna og tilhlökkun úr augum nemendanna þegar þau mættu með farangurinn í rútuna í gærmorgun. Þau munu dvelja þar út vikuna og taka þátt í starfinu í skólabúðunum sem beinist í öllum aðalatriðum að sömu markmiðum og starfið í almennum grunnskóla með áherslu á að skapa samstöðu og efla samvinnu milli nemenda og kennara, auka félagslega aðlögun nemenda og þroska sjálfstæði nemenda. Þessa viku eru líka nemendur frá Drangsnesi og Akureyri á Reykjum. Við fréttum að ferðin hafi gengið vel og að gærdagurinn hafi vakið mikla lukku þar sem nemendur komu sér fyrir á herbergjum sínum og kynntust svæðinu. Þau fóru í stöðvaleiki, íþróttir, náttúrufræði, þythokký, borðtennis, tóku þátt í kvöldvöku og fengu hressingu fyrir svefninn.

Sćtabrauđsdagur á föstudaginn

| 21. febrúar 2011
Á föstudaginn ætlum við að gera okkur glaðan dag með því að hafa sætabrauðsdag, þá mega nemendur koma með köku eða annað sætabrauð í nesti í skólann. Sætabrauðsdagurinn er hluti af skemmtilegum föstudögum fram að páskafríi.

Rausnarlegur styrkur til Tónskólans frá Lionsklúbbi Ísafjarđar

| 20. febrúar 2011
Á laugardaginn tóku nemendur Tónskólans á Hólmavík þátt í skemmtun í Félagsheimilinu þar sem Lionsklúbbur Hólmavíkur fagnaði 50 ára afmæli klúbbsins með glæsilegri afmælishátíð. Þær Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Sara Jóhannsdóttir og Stella Guðrún Jóhannsdóttir fluttu nokkur tónlistaratriði fyrir afmælisgesti. Það er gaman frá því að segja að Lionsklúbbur Ísafjarðar færði Tónskóla Hólmavíkur gjafabréf að upphæð kr. 100.000 til styrktar því öflugu tónlistarlífi sem Tónskólinn stendur fyrir á Ströndum. Fyrir hönd Tónskólans þökkum við kærlega fyrir þennan rausnarlega og hverjandi styrk frá Lionsklúbbi Ísafjarðar og sendum Lionsklúbbi Hólmavíkur hamingjuóskir með hálfrar aldar afmælið og óskum þeim farsældar í áframhaldandi starfi.
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2025 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nćstu atburđir