Líf og fjör í 3. og 4. bekk
Þessi hópur fékk líka skemmtilegt og óvenjulegt heimaverkefni sem var að búa til eitthvað úr rusli þar sem þau áttu að endurnýta eitthvað gamalt „drasl" og gera úr því nýjan hlut. Þau máttu ekki kaupa neitt í verkefnið nema nagla eða lím. Myndirnar hér tala sínu máli um útkomuna sem var alveg frábær!
Á hverjum fimmtudegi eru þau í 3. og 4. bekk með útinám þar sem skóladagurinn fer að mestu fram utandyra. Um daginn heimsóttu þau Orkubú Vestfjarða og fengum að skoða Þverárvirkjun. Heimsóknin þótti rosalega spennandi og skemmtileg og ekki spillti fyrir að þau fengu líka að sjá díselvélina sem er geymd hérna inn á Hólmavík, en hún er notuð þegar rafmagnið fer af. Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim fjölbreyttu verkefnum sem þau hafa verið að fást við og því skapandi skólastarfi sem fer fram undir leiðsögn Ingibjargar.