A A A

Valmynd

Líf og fjör í 3. og 4. bekk

| 17. febrúar 2011
« 1 af 3 »
Í síðustu viku skellti 3. og 4. bekkur sér í flokkunarstöð Sorpsamlagsins á Skeiði ásamt umsjónarkennara sínum henni Ingibjörgu Emilsdóttur. Heimsóknin var í tengslum við námsefnið og bókina Komdu og skoðaðu hringrásir þar sem fjallað er um hringrásir í náttúrunni með áherslu á námskrá í náttúrufræði og samfélagsgreinum. Þar er greint frá stöðugum hringrásum efna á jörðinni og undirstrikað mikilvægi þess að umgangast auðlindir jarðar af virðingu. Einar Indriðason tók á móti hópnum og fræddi þau um flokkana og ýmislegt fleira tengt rusli og endurvinnslu. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

Þessi hópur fékk líka skemmtilegt og óvenjulegt heimaverkefni sem var að búa til eitthvað úr rusli þar sem þau áttu að endurnýta eitthvað gamalt „drasl" og gera úr því nýjan hlut. Þau máttu ekki kaupa neitt í verkefnið nema nagla eða lím. Myndirnar hér tala sínu máli um útkomuna sem var alveg frábær!

Á hverjum fimmtudegi eru þau í 3. og 4. bekk með útinám þar sem skóladagurinn fer að mestu fram utandyra. Um daginn heimsóttu þau Orkubú Vestfjarða og fengum að skoða Þverárvirkjun. Heimsóknin þótti rosalega spennandi og skemmtileg og ekki spillti fyrir að þau fengu líka að sjá díselvélina sem er geymd hérna inn á Hólmavík, en hún er notuð þegar rafmagnið fer af. Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim fjölbreyttu verkefnum sem þau hafa verið að fást við og því skapandi skólastarfi sem fer fram undir leiðsögn Ingibjargar.

Velkomin í foreldraviđtöl!

| 17. febrúar 2011

Á morgun, föstudaginn 18. febrúar, eru foreldraviðtöl í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík. Foreldrar og forráðamenn koma og hitta umsjónarkennara og tónlistarkennara og fara yfir stöðuna eftir miðönnina. Nemendur hafa nú fengið með sér miða heim með upplýsingum um hvert og eitt viðtal. Þann dag er frí hjá nemendum nema að kennari óski eftir að nemandinn komi með í viðtalið. Hlökkum til að sjá ykkur!

Styttist í Samfés

| 15. febrúar 2011
Nú styttist í að 8.-10. bekkur fari á Samféshátíðina í Reykjavík, en hún fer eins og venjulega fram fyrstu helgina í mars, 4.-6. mars. Nemendaráð og þátttakendur í starfi Félagsmiðstöðvarinnar Ozon hafa undanfarið komið fram með ýmsar hugmyndir um mögulega afþreyingu utan ballsins og söngkeppninnar. Það er alveg á hreinu að það verður ógurlegt stuð í ferðinni!

Dagskrá og leyfisbréfum til undirskriftar verður dreift til þátttakenda og foreldra í þessari viku. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér í þaula allt sem stendur á leyfisbréfinu þegar það kemur í hús. Sérstaklega ber þar að nefna nýja reglu um klæðaburð á Samfés, en einnig þarf fólk að kynna sér vel hvernig tekið verður á brotum varðandi neyslu á tóbaki, áfengi eða öðrum vímugjöfum. Ef slík brot koma upp fela þau í sér útilokun viðkomandi aðila frá atburðum og skemmtunum það sem eftir lifir ferðarinnar.

Meðal þess sem verður gert utan þess að fara á Samféshátíðina sjálfa er t.d. Laser-Tag í Kópavogi, Go-Kart í Garðabæ, bíóferð, diskókeila í Öskjuhlíðinni og skautar í Egilshöll. Stefnt er að því að leggja af stað frá Hólmavík um kl. 14:00 á föstudeginum og koma síðan heim um kvöldmatarleytið á sunnudegi. Félagsmiðstöðin greiðir ferðina niður um helming, en gera má ráð fyrir að hlutur hvers þátttakanda verði um 10.000 kr. sem er svipað og síðastliðin tvö ár.

Dansnámskeiđ í mars

| 11. febrúar 2011
Það er gaman frá því að segja að fyrirhugað er dansnámskeið fyrir grunnskólanema í mars hjá hinum virta Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Námskeiðið verður auglýst síðar en framkvæmdin er unnin í samvinnu við Arnar tómstundafulltrúa sem skipuleggur nú dansnámskeið fyrir fullorðna á sama tíma. Skipulagið verður unnið í samstarfi við skólann og verð verður sanngjarnt og hóflegt.

Hægt er að kynna sér Dansskóla Jóns Péturs og Köru á vefsíðunni www.dansskoli.is og skoða myndir og upplýsingar á Fésbókarsíðu dansskólans.

Rannsókn - Ungt fólk 2011.

| 11. febrúar 2011
Fimmtudaginn 17. febrúar nk. er fyrirhugað að gera könnun meðal nemenda 5. til 7. bekkjar í samræmi við áherslur menntamálaráðuneytisins og samkvæmt rannsóknaráætlun um hagi og líðan ungs fólks á Íslandi 2011 til 2016. Samhliða verður lögð fyrir könnun meðal nemenda í 8. til 10. bekk um vímuefnaneyslu. Hvort tveggja er beint framhald rannsókna undanfarinna ára og sér Rannsóknir og greining um framkvæmdina í samstarfi við skóla.

Upplýsingabréf um könnina hefur verið sent heim til forráðamanna með tölvupósti.

Félagsmiđstöđ unga fólksins

| 09. febrúar 2011
Í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. febrúar, er haldin "Félagsmiðstöð unga fólksins" í setustofu Grunnskólans. Hugmyndin bakvið þessa opnun er sú að þarna fái yngstu börnin, í 1. - 4. bekk, tækifæri til að láta ljós sitt skína, kynnist félagsmiðstöðvarstarfinu lítillega og geri sér glaðan dag í leiðinni ásamt foreldrum sínum.

Félagsmiðstöð unga fólksins er í rauninni hefðbundin opnun á Félagsmiðstöðinni Ozon, fyrir aldurshóp sem ekki hefur tekið þátt í starfi miðstöðvarinnar áður. Farið verður í leiki, sungið og sprellað og horft á teiknimyndir. Ekki þarf að borga neinn aðgangseyri. Ozon-sjoppan verður að sjálfsögðu opin, en þar er hægt að kaupa sælgæti og gos á vægu verði. Passlegt er að mæta með um 4-500 kr. í nammi- og gospening (einnig er hægt að kaupa Svala í sjoppunni).

Ţjóđlegt kvöld hjá Ozon

| 08. febrúar 2011
Í kvöld, þriðjudagskvöldið 8. febrúar, frá kl. 19:30-21:00 verður félagsmiðstöðin Ozon opin fyrir 5.-7. bekk. Auglýst hefur verið innan skólans svokallað "Þjóðlegt kvöld" sem Nemendaráð hefur skipulagt í þaula. Í því felst að ekkert rafmagn verður notað, hvorki til að tengja græjur eða kveikja ljós og svo er stefnan að sem flestir mæti í lopapeysum, ullarbrókum eða öðrum gamaldags klæðnaði.

Þá verður kveikt á kertum, smakkað á súrmat og öðrum kræsingum, spilað á gömlu góðu spilin og e.t.v. verður gripið í þjóðsögur eða Skólaljóðin. 

Grunnskólinn á Hólmavík í Lífshlaupinu.

| 02. febrúar 2011

Grunnskólinn á Hólmavík er nú skráður í hvatningarleik Lífshlaupsins en Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hvatt alla grunnskóla til þess að taka þátt. Við erum búin að skrá skólann, bekkina og nemendur til leiks og munu nemendur fá kynningu á verkefninu í íþróttum hjá Kolla og hjá umsjónarkennurum sínum.

Hvatningarleikurinn hófst í dag 2. febrúar og stendur til 22. febrúar. Nú geta allir farið inn á www.lifshlaupid.is og skráð stigin sín með því að skrá sig inn undir netfanginu kolliskag@gmail.com og slá inn lykilorðið kolbeinn. Umsjónarkennarar sjá um að setja inn nöfn nemenda sinna og síðan getur hver nemandi skráð hreyfingu sína úr hvaða tölvu sem er með aðstoð kennara eða foreldra.

Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa. Landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Lýðheilsustöð gaf út í fyrsta skipti árið 2008 ítarlegar ráðleggingar um hreyfingu. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag (sjá nánar á þessari síðu til vinstri undir hnappnum Hreyfiráðleggingar).

...
Meira

Vönduđ frammistađa keppenda - áhorfendur á öllum aldri fylltu Félagsheimiliđ

| 30. janúar 2011
Sigurvegarinn Agnes Sólmundsdóttir frá Ţingeyri. Mynd Jón Jónsson.
Sigurvegarinn Agnes Sólmundsdóttir frá Ţingeyri. Mynd Jón Jónsson.

Vestfjarðariðill í söngkeppni Samfés var haldinn á Hólmavík á föstudagskvöldið að viðstöddu fjölmenni. Keppnin var bæði spennandi og skemmtileg en alls voru flutt 10 vönduð söngatriði. Agnes Sólmundsdóttir frá Þingeyri sigraði keppnina með glæsilegu atriði sem verður fram- lag félagsmiðstöðva á Vestfjörðum í landskeppni Samfés. Fjögur atriði voru frá félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík og eiga allir þátttakendur í keppninni þakkir skyldar fyrir frábæra frammistöðu að sögn Ingibjargar Valgeirsdóttur, sveitarstjóra Strandabyggðar, sem var ánægð eftir keppnina.

,,Áhorfendur eiga líka lof skilið en það kom mér skemmtilega á óvart að sjá fólk á öllum aldri fylla Félagsheimilið á Hólmavík. Eftir 10 ára starf með ungu fólki á höfuðborgarsvæðinu rættist gamall draumur um að sjá og upplifa kynslóðabilið hverfa á viðburðum ætluðum unglingum. Hér tekur öll fjölskyldan og allir íbúar Strandabyggðar þátt í lífi og starfi unglinganna, yngri og eldri systkini, foreldrar, ömmur, afar og aðrir áhugasamir Strandamenn.  Bilið sem við höfum of oft séð myndast milli fullorðinni og unglinga á samskonar atburðum er einhvern veginn ekki til staðar hér. Það er til fyrirmyndar".

Það voru ungmenni í félagsmiðstöðinni Ozon undir stjórn Arnars Jónssonar tómstundafulltrúa, sem áttu heiðurinn af undirbúningi og framkvæmd keppninnar í samstarfi við aðrar félagsmiðstöðvar á Vestfjörðum.

Þessi frétt er fengin af vef Strandabyggðar www.strandabyggd.is
Umfjöllun og fleiri myndir frá keppninni má sjá á strandir.is

Söngstund međ dönsku ívafi :)

| 30. janúar 2011
Á hverjum föstudegi er sameiginleg söngstund allra nemenda okkar og starfsfólks þar sem sungin eru hin ýmsu lög okkur til gagns og gamans. Síðastliðinn föstudag fluttu nemendur í 8.-10. bekk fyrir okkur danskt lagið eftir Kim Larsen og vörpuðu textanum upp á vegg til þess að við hin gætum sungið með við fögnuð viðstaddra. Þau hafa verið að vinna með Kim Larsen í dönsku hjá Láru Guðrúnu dönskukennara og voru m.a. með útvarpsþátt um kappann á Lífæðinni - útvarp Hólmavík í desember. 

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2025 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nćstu atburđir