Ræstingar á HSÍ
Ræstingadeildin sér um ræstingu á stofnuninni, hreingerningu og
bónvinnu á 6.300 fermetra svæði ásamt íbúðarhúsnæði sem stofnunin er
með á sínum snærum.
Ræstingar á Heilbrigðisstofnuninni eru framkvæmdar til að uppfylla kröfur um hreinlæti og hollustu og gera stofnunina vistlegri. Sérstaða heilbrigðisstofnunarinnar leggur ræstitæknum mikla ábyrgð á herðar. Það er gríðarlega mikilvægt að vel sé að verki staðið, ekki einungis til að halda örverum í skefjum og stuðla þannig að öruggari þjónustu við samborgarana, heldur einnig til að skjólstæðingum okkar, gestum og samstarfsfólki líði vel í hreinu og vistlegu umhverfi.
Ræstingar á Heilbrigðisstofnuninni eru framkvæmdar til að uppfylla kröfur um hreinlæti og hollustu og gera stofnunina vistlegri. Sérstaða heilbrigðisstofnunarinnar leggur ræstitæknum mikla ábyrgð á herðar. Það er gríðarlega mikilvægt að vel sé að verki staðið, ekki einungis til að halda örverum í skefjum og stuðla þannig að öruggari þjónustu við samborgarana, heldur einnig til að skjólstæðingum okkar, gestum og samstarfsfólki líði vel í hreinu og vistlegu umhverfi.
Markmið með ræstingum á stofnuninni
-
Að fullnægja hreinlætis- og hollustukröfum sjúkrahússins og draga þannig úr fjölda sýkingarhæfra örvera í umhverfinu.
-
Að auka vellíðan og tryggja að umhverfi sjúklinga og starfsfólks sé hreint og snyrtilegt.
-
Að minnka viðhaldskostnað og vernda húsnæðið og húsbúnaðinn. Það kallar á notkun réttra efna og vinnuaðferða, þannig að ræstingin nái tilgangi sínum, en hvorki skemmi né eyðileggi.