Vísindavaka í grunnskólanum
Nemendur á unglingastigi sýndu margar tilraunir sem annað hvort tókust eða tókust ekki eins og tilraunir gera. Þau kynntu tilraunirnar munnlega og með veggspjöldum og skýrslum.
Nemendur á miðstigi sýndu myndbönd með tilraunum sem þau höfðu gert og verkefni með sólkerfið og hugmyndir að framtíðarlausnum í tækni.
Nemendur á yngsta stigi kynntu ýmsa vísindamenn bæði munnlega og með glærusýningu en þau höfðu einnig unnið verkefni um sólkerfið.
Öll stóðu þau sig vel og héldu glæsilega og vel gerða kynningu og fengu mikið hrós fyrir.
Margar tilraunir af vísindavökunni má vel framkvæma heima fyrir og ýmis algeng efni eru notuð svo sem vatn, uppþvottalögur, matarsódi, edik og fleira.
Með leyfi nemenda fylgja hér nokkrar myndir og lýsingar á tilraunum.