Menntakvika
Tveir starfsmenn Grunnskólans á Hólmavík taka þátt í kynningunni þær Hrafnhildur Þorsteinsdóttir og Magnea Dröfn Hlynsdóttir.
Ráðstefnan er opin öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Aukafundur nr. 1323, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn miðvikudaginn 29.september 2021 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Jón Gísli Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Pétur Matthíasson
Jón Jónsson
Strandabyggð 28.september 2021
Jón Gísli Jónsson oddviti
Ólympíuhlaup ÍSÍ 2021 fer fram á Hólmavík fimmtudaginn 23. september klukkan 10:10. Þátttakendur verða ræstir frá Íþróttamiðstöðinni og hlaupa einn, tvo eða fjóra hringi innanbæjar á Hólmavík.
Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Hlauparar geta valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 km og 10 km.
Lögð er áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal.
Foreldrum og öðru áhugasömu fólki er sérstaklega boðið að taka þátt í hlaupinu. Klæðum okkur eftir veðri.
Leikskólinn Lækjarbrekka
Tveir kennarar óskast til starfa á deild 100% og 50%.
Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman að því að vinna með börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki og frumkvæði góður kostur. Vinnutíminn er frá 8:00-16:00.
Menntunar og hæfniskröfur:
Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 9. ágúst 2021.
Matráður óskast til starfa 100%
Staða matráðs í leikskólaeldhúsi. Vinnutími frá 8:00-16:00. Í starfinu felst undirbúningur og frágangur máltíða; morgunverðar og síðdegishressingar auk framreiðslu hádegisverðar. Einnig almenn þrif og þvottur. Leitað er að starfsmanni sem hefur mikla færni í mannlegum samskiptum, góða skipulagshæfni og er jákvæður og áreiðanlegur. Góð þekking á hollustu, heilbrigði og hreinlæti skiptir miklu máli.
Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 9. ágúst 2021
Grunnskólinn á Hólmavík
Stuðningsfulltrúi óskast til starfa 70%
Staða stuðningsfulltrúa. Að hluta til er um er að ræða stuðning og þjálfun við nemanda og eftirfylgni í grunnskóla og frístund og að hluta til stuðningur við nemendur á yngsta stigi.
Leitað er eftir starfsmanni sem hefur mikla hæfni í mannlegum samskiptum, góða skipulagshæfileika er jákvæður og sveigjanlegur og hefur áhuga á starfi með börnum í skapandi umhverfi.
Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 16. ágúst 2021.
Umsóknarfrestur er til 10. júní 2021.
Nánari upplýsingar veitir:
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is
Umsóknir með ferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is
Háskólalestin heimsækir Strandabyggð dagana 20. og 21. maí og verður með námskeið fyrir grunnskólanemendur og -kennara á svæðinu.
Áhersla er á að vekja áhuga ungs fólks á vísindinum og tækni af ýmsu tagi í gegnum fjölbreytt námskeið sem snerta bæði suma af stærstu og smæstu hlutum heimsins. Námskeiðin eru ætluð nemendum í eldri bekkjum grunnskóla og kennsla er í höndum kennara og nemenda við Háskóla Íslands, sem flestir eru líka leiðbeinendur í Vísindasmiðju HÍ og Háskóla unga fólksins.
Háskólalestin, sem fagnar nú tíu ára afmæli og hefur heimsótt hátt í 40 bæjarfélög um allt land á starfstíma sínum, heimsækir nú Strandabyggð í annað sinn.
Fimmtudaginn 20. maí verður kennurum í Grunnskólanum í Hólmavík, Grunnskóla Drangsness og Reykhólaskóla boðið upp á fjölbreyttar smiðjur með áherslu á verklega fræðslu og tilraunir.
Föstudaginn 21. maí er svo komið að nemendum í 5.-10. bekk í áðurnefndum skólum. Þeir geta valið á milli sex námskeiða sem snerta allt frá leyndardómum erfðaefnis og vatns til tækjaforritunar, stjörnufræði, umhverfisfræði og vindmylla. Háskólalestin er að sjálfsögðu með puttann a púlsinum og býður nú í fyrsta sinn upp á sérstakt námskeið í eldfjallafræði þar sem nemendur fá meðal annars að rýna í glænýja hraunmola úr gosinu í Geldingadölum.
Dagskráin sem eins og sjá má er afar spennandi verður í gangi frá klukkan 9:00 - 14:00 þennan dag.
Í ljósi samfélagsástandsins er mikil áhersla lögð á sóttvarnir í starfi lestarinnar. Þannig liggur hluti hefðbundinnar dagskrár, svokölluð Vísindaveisla sem alla jafna er haldin í samkomuhúsi hvers áfangastaðar, niðri en þeim mun meiri metnaður verður lagður í námskeið í grunnskólum bæjanna sem sóttir verða heim.
Hægt er að fylgjast með ferðum lestarinnar á vefsíðu hennar og Facebook-síðu.
Lausar stöður skólaárið 2021-2022
Skólinn er sameinaður leik-, grunn,- og tónskóli. Kennarar í íþróttum og á yngsta stigi kenna bæði á leik- og grunnskólastigi.
Umsækjendur um kennarastöður þurfa að hafa kennsluréttindi í grunnskóla.
Leitað er eftir einstaklingum sem hafa góða skipulagshæfileika eru jákvæðir og hafa áhuga á samstarfi í skapandi umhverfi og hafa til að bera mikla hæfni í mannlegum samskiptum.
Áhersla er lögð á jákvæðan aga, samþætt þemabundin verkefni og fjölbreytta kennsluhætti.
Reynsla af samkennslu árganga, og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvæg.
Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands sé um kennarastöður að ræða en annars viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 2021.
Nánari upplýsingar veitir:
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is
Umsóknir með ferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is
Skólaþing í Strandabyggð fimmtudaginn 29. apríl 2021 - FJARFUNDUR
Markmiðið með skólaþingi er að gefa nemendum, foreldrum, starfsfólki og öðrum sem áhuga hafa tækifæri til að koma á lýðræðislegan hátt á framfæri hugmyndum sínum um gott og öflugt skólastarf í Strandabyggð.
Skólaþingið verður tvískipt. Nemendur vinna að hugmyndum og tillögum um góðan skóla á skólaþingi sem haldið verður á skólatíma að morgni.
Foreldrar, starfsfólk og allir sem áhuga hafa á skólastarfi í Strandabyggð eru velkomnir á fjarfund klukkan 16:00-18:00.
Hlekkur á þingið er hér: https://zoom.us/j/98493763121
Dagskrá:
1. Setning
2. Kynning frá skólaþingi nemenda
3. Framtíðarskólastarf á Íslandi - Kristrún Lind Birgisdóttir
4. Nafn á sameinaðan leik-, grunn- og tónskóla - hugmyndabankinn opnaður og tekið við fleiri tillögum
5. Einkunnarorð og framtíðarsýn - unnið í hópum
6. Betri skóli - unnið í hópum
7. Samantekt og kynning
8. Þingslit
Skóla- og foreldraráð sameinaðs skóla í Strandabyggð tekur við öllum gögnum, hugmyndum og tillögum þingsins og tekur til endanlegrar afgreiðslu. Allar tillögur munu birtast í fundargerð á heimasíðu skólans.
Gefin hefur verið út reglugerð um skólastarf með takmörkunum. Reglugerðin gildir til 15. apríl.
Leikskólar
Grunnskólar
Tónlistarskólar