A A A

Valmynd

Námsráđgjöf í bođi í Grunnskólanum á Hólmavík

| 31. ágúst 2012
Malla Rós Valgerđardóttir náms- og starfsráđgjafi.
Malla Rós Valgerđardóttir náms- og starfsráđgjafi.
Malla Rós Valgerðardóttir náms- og starfsráðgjafi hóf störf við Grunnskólann á Hólmavík í haust. Malla Rós sinnir starfi umsjónarkennara í 10. bekk ásamt því að kenna íslensku og samfélagsfræði í nokkrum bekkjum. Hún mun einnig bjóða upp á námsráðgjöf í skólanum og geta nemendur, foreldrar og kennarar leitað til hennar með ýmis mál. Hlutverk námsráðgjafa er m.a. að standa vörð um velferð nemenda og vinna með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Aðstoð námsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi. 

Allir nemendur og forráðamenn þeirra eiga kost á að snúa sér til Möllu Rósar. Þeir geta komið að eigin frumkvæði og milliliðalaust og pantað viðtal í gengnum síma 451-3129 eða með tölvupósti á netfangið mallaros@strandabyggd.is.

Fjölbreyttar valgreinar í bođi í unglingadeild

| 31. ágúst 2012
Brynja Karen, Gunnur Arndís og Tómas Andri á vordegi 2012.
Brynja Karen, Gunnur Arndís og Tómas Andri á vordegi 2012.
Í vetur stendur nemendum í 8.-10. bekk til boða átta spennandi og fjölbreyttar valgreinar með það að markmiði að dýpka þekkingu og færni í ákveðnum námsgreinum. Nemendur geta valið á milli hestamennsku, fatahönnunar, frönsku, hljómsveitaræfinga, leiklist, þátttöku í nemendaráði, yndislestur og iðnkynningu. 

Hér má lesa nánari upplýsingar um fyrirkomulagið og hverja valgrein fyrir sig.

Beggi blindi međ uppistand nćsta föstudag

| 28. ágúst 2012
Beggi hress og kátur - ljósm. af visir.is
Beggi hress og kátur - ljósm. af visir.is
Smá þjófstart verður tekið á starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Ozon næsta föstudagskvöld, þann 31. ágúst kl. 20:00. Þá ætlar Bergvin Oddsson - Beggi blindi - að kíkja til okkar með fyrirlestur og uppistand. Viðburðurinn er fyrir 7.-10. bekk. Beggi er fyndinn og skemmtilegur náungi sem hefur slegið í gegn með uppistandi sínu.Hann missti sjónina þegar hann var í 9. bekk, en lætur það ekki hamla sér á neinn hátt. Hann hefur skrifað skáldsögur fyrir börn og unglinga og hefur einnig gefið út eigin reynslusöguna "Að heyra barnið sitt vaxa" sem fjallar um hvernig er að annast barnið sitt án þess að sjá það....
Meira

Nýr og endurbćttur vefur

| 28. ágúst 2012
Undanfarna viku er búið að gera miklar breytingar hér á vefnum okkar. Breytingarnar miða að því að gera vefinn notendavænni, einfaldari með hnitmiðaðri texta og auðveldara aðgengi fyrir alla sem vilja nota vefinn á einhvern hátt. Börn, foreldrar og allir aðrir sem tengjast skólasamfélaginu í Strandabyggð eiga að hafa greiðan aðgang að hagnýtum upplýsingum um skólastarfið. Fólk er hvatt til að skoða vefinn vel og rækilega - og við viljum endilega fá ábendingar um hvað betur mætti fara inni á honum sendar í netfangið skolastjorar@holmavik.is

Athugið að enn á eftir að uppfæra nokkrar síður - einhvers staðar geta leynst upplýsingar sem eiga við um síðasta skólaár!

Nýr ađstođarskólastjóri Grunnskólans á Hólmavík

| 20. ágúst 2012
Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir ráđin ađstođarskólastjóri
Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir ráđin ađstođarskólastjóri
Gengið hefur verið frá ráðningu Huldu Ingibjargar Rafnarsdóttur í eins árs tímabundið starf aðstoðarskólastjóra við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík. Hulda Ingibjörg er fædd árið 1965 og er útskrifaður grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995. Þá hefur Hulda lokið diplómanámi í Menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og hyggst ljúka meistaragráðu í Menningarstjórnun í vor. Hulda hefur einnig lokið námi í kerfisfræði....
Meira

Foreldranámskeiđiđ Uppeldi sem virkar - fćrni til framtíđar

| 17. ágúst 2012

Dagana 31. ágúst til 1. september verður haldið foreldranámskeiðið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar þar sem fjallað verður m.a. um það hvernig hægt er að koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika, hjálpa börnum að þróa með sér öryggi, sjálfstæði og ákveðni, auka eigin styrkleika og færni í foreldrahlutverkinu, nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt, kenna börnum æskilega hegðun og takast á við venjuleg vandamál í uppeldi.

 

Leiðbeinandi námskeiðsins er Ester Ingvarsdóttir BA. sálfr. og Cand. Psych sálfræðikandídat en Ester er starfsmaður á Þroska- og hegðunarstöð og hefur kennt þar á fjölmörgum uppeldisnámskeiðum. Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum á Hólmavík og má nálgast upplýsingar um skráningu, verð og tímasetningar hér.

Skólasetning mánudaginn 20. ágúst

| 12. ágúst 2012
Skólasetning verđur í Hólmavíkurkirkju. Ljósm: Ásdís Jónsdóttir
Skólasetning verđur í Hólmavíkurkirkju. Ljósm: Ásdís Jónsdóttir
Nú fer skólastarfið að hefjast að nýju og hlökkum við mikið til að sjá nemendur okkar að loknu sumarfríi.

Skólasetning verður í Hólmavíkurkirkju mánudaginn 20. ágúst kl. 13:00. Eftir skólasetningu koma nemendur í skólann og hitta kennarana sína og fá afhentar stundaskrár, innkaupalista námsgagna, skóladagatal, ýmsar hagnýtar upplýsingar og eyðublöð. Athugið að innkaupalistar birtast hér á bekkjavefjunum hér til hægri um leið og þeir eru tilbúnir. 

Hefðbundið skólastarf hefst svo þriðjudaginn 21. ágúst eftir stundaskrá frá kl. 8:10.

Hlökkum til samstarfsins í vetur,
starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík

Breytingar á vefnum

| 10. ágúst 2012
Þessa dagana er verið að vinna í vefnum okkar, í þeim tilgangi að gera hann aðgengilegri og einfaldari fyrir notendur hans. Einnig er verið að uppfæra ýmsar upplýsingar sem voru orðnar úreltar. Það er því meira en líklegt að einhverjar vefsíður vanti inn á hann, að tenglar virki ekki o.s.frv. næstu daga!

Međ sól í hjarta

| 18. maí 2012
Nemendur njóta sín í sólinni.
Nemendur njóta sín í sólinni.
Við látum ekki nokkur snjókorn á okkur fá! Með sól í hjarta og söng á vörum ljúkum við skólaárinu í Grunnskólanum á Hólmavík þetta árið. Í dag héldu nemendur í 4.-6. bekk í vorferðalag í Borgarfjörðinn þar sem þau heimsækja Snorrastofu, Landbúnaðarsafnið og Landnámssetrið sem allt tengist námi þeirra í samfélags- og náttúrufræðigreinum. Í sömu ferð munu þau koma við í sundlauginni í Borgarnesi og fá sér smá sundsprett með þeim Alfreð skólabílstjóra, Ingibjörgu og Kolbeini umsjónarkennurum bekkjanna. Í næstu viku munu nemendur í 1.-3. bekk fara yfir í Dali og heimsækja Eiríksstaði og ferðast 1000 ár aftur í tímann, fá sögustund við langeldinn og sjá hvernig fólkið bjó á tímum Eiríks rauða. Á heimleiðinni koma þau við á Rjómabúinu Erpsstöðum ásamt Alfreð skólabílstjóra, Völu, Öldu og Árnýju og gæða sér á heimagerðum rjómaís og sjá hvernig hann er unninn. Hér má sjá nýjar myndir frá skólastarfinu í 1.-3. bekk.                        

Framundan eru svo nemendaviðtöl, foreldraviðtöl, vordagur og skólaslit en hér má sjá maídagskrá skólans.

                                         

Lestrarvika Arion banka

| 03. maí 2012
Ćtlar ţú ađ taka ţátt í Lestrarviku Arion banka?
Ćtlar ţú ađ taka ţátt í Lestrarviku Arion banka?

Krakkar á öllum aldri eru hvattir til þess að vera með í Lestrarviku Arion banka dagana 2. - 8. maí nk. Markmiðið er að hvetja krakka til að vera duglegir að lesa skemmtilegar bækur og skólaefni. Ekki skiptir máli hvað er lesið; skáldsögur, teiknimyndasögur, skólabækur, Andrés blöð eða annað skemmtilegt lesefni. Allt telst með. Nöfn þeirra sem skrá lestur sinn fara í pott og í lok vikunnar verða dregnir úr honum yfir 100 þátttakendur sem fá veglegan vinning. Við munum líka draga út skemmtilegan vinning daglega á meðan lestrarvikunni stendur og í lok vikunnar verður Lestrarhestur Arion banka dreginn út og fær hann iPad í verðlaun. Skráning fer fram hér.

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2025 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nćstu atburđir