Gó! Gógó -píur.
Unnur Ingimundardóttir ætlar að farða þær fyrir stóru keppnina og Kristín Lilja Sverrisdóttir sér um hárgreiðslurnar. Arnar Snæberg og Hildur Guðjónsdóttir hafa einnig staðið vel við bakið á stelpunum og haldið utan um atriðið. Laugardaginn 18. febrúar heimsóttu krakkarnir Heiðu Ólafs í útvarpshúsið þar sem hún hjálpaði þeim með atriðið og sviðsframkomu.
Gógó píurnar hafa fjöldann allan af stuðningsmönnum því 30 krakkar úr félagsmiðstöðinni Ozon fara í ferðina. Utan söngkeppninnar er fjölbreytt dagskrá. Farið verður í gokart, lazertag, bíó, skauta og keilu auk þess sem farið verður á stóra samfés ballið sem haldið verður í Laugardalshöllinni.
Höfundar: Gunnur Arndís, Sara og Stella Guðrún
Íslenskunemar í 10. bekk skólans skrifa nú fréttir, undir leiðsögn Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur íslenskukennara, sem munu birtast á næstunni hér á vef skólans og á www.strandir.is. Hlökkum til að fylgjast með því. Frábært framtak, vel skrifaðar og vandaðar fréttir hjá þeim!