Vortónleikar Tónskólans - laugardaginn 5. maí
Dagskrá vortónleikana má sjá með því að smella hér
Einn af föstum liðum skólastarfsins okkar er starfskynning 10. bekkjar þar sem nemendur kynnast atvinnulífinu og mæta til vinnu í nokkra daga. Starfskynning er hluti af náminu og velja nemendur sér fyrirtæki í þeim tilgangi að kynnast starfsháttum þess, bæði til fróðleiks og ánægju. Síðastliðna viku héldu níu sprækir nemendur okkar af stað í starfskynningar í Borgarnesi, Reykjavík, Akureyri og hér á Hólmavík. Meðal þeirra fyrirtækja sem heimsótt voru má nefna Límtré-Vírnet, Borgarverk, Loftorka, Vegagerðin, Beauty Bar, Hárgreiðslustofa Helgu Bjarkar, Bakarameistarinn, Borgarleikhúsið, Sportver, Menningarhúsið Hof, Félagsmiðstöðvar Akureyrarbæjar, Tónabúðin, Studio 6, Ljósmyndastofa Guðrúnar Hrannar, Tölvutek, Subway, Leikfélag Akureyrar, Árholt, skólavistun fyrir fötluð börn, Grunnskólinn á Hólmavík, Héraðsbókasafn Strandasýslu og Gullsmiðirnir Sigtryggur og Pétur. Auk þess voru námsráðgjafar í Verkmennaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri og Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem tóku á móti hluta af nemendahópnum og kynntu nemendum ýmsa námsmöguleika og aðstæður. Markmiðið með starfskynningum er að kynna nemendum hina ýmsu atvinnumöguleika sem í boði eru og ýta undir áhuga þeirra á námi og hverskonar þekkingarleit.
Aldrei fór ég suður er nú haldin í níunda skipti og hefur hátíðin sjaldan verið veglegri. Sjá má lista yfir hljómsveitir sem koma fram með því að smella hér.
Flutt verður eftirfarandi dagskrá:
Forskólabörn : Söngatriði
1. - 2. bk. Bangsi litli
3. bk. Landnámið - leikþáttur
7. - 8. bk. Bland í poka
Hlé ( Í hléi verða seldar veitingar til styrktar danmerkurförum úr 8. og 9. bk.)
4. - 6.bk. Atriði úr Ávaxtakörfunni
8. - 10. bk. Atriði úr leikverkinu Með allt á hreinu
Ókeypis aðgangur.
Allir hjartanlega velkomnir!